Tómas Jónsson FÍT
Grafískur hönnuður

FALLEG og FAGLEG markaðssetning á vöru og þjónustu er einn lykillinn að velgengni fyrirtækja. Vönduð grafísk hönnun skapar jákvæða ímynd fyrirtækja út á við og ef sú ímynd vekur áhuga og traust á markaðinum opnast gáttir fyrir samskipti við almenning - gatan er oftast greið að farsæld.
Í fimm ár var ég nemandi í virtum enskum myndlistarskóla, sem í dag er sameinaður De Montfort University í Leicester, og lærði þar grafíska hönnun og ljósmyndun hjá góðum kennurum. Ég hef mjög víðtæka reynslu í faginu og hef m.a. unnið við grafíska hönnun á RÚV, á nokkrum auglýsingastofum t.d. Hvíta húsinu, hannað Iceland Review og fleiri tímarit - en lengst af hef ég starfað sjálfstætt og m.a. unnið fyrir Reykjavíkurborg, Byggðastofnun, Íslandsbanka, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Forlagið, Landnámssetrið, Gljúfrastein, Kramhúsið, Útivist og Ormsson - svo eitthvað sé nefnt.
Ég er alltaf á höttunum eftir spennandi verkefnum og góðum viðskiptavinum. Mér þætti vænt um að þú hefðir samband viljir þú fá metnaðarfulla grafíska hönnun og þjónustu sem er lausna- og árangursdrifin. Ég er svo lánsamur að finnast þetta hið eina fullkomna starf fyrir mína hæfileika, áhuga og metnað. Hér fyrir neðan eru nokkur ummæli sem höfð eru eftir viðskiptavinum mínum.
Sími: 862 4220 · Tölvupóstur: kvika@kvika2.is
Ég hef unnið með Tómasi Jónssyni, grafískum hönnuði, í tengslum við umbúðamerkingar og hönnun á auglýsingum til margra ára. Það er næmni hans og ástríða gangvart verkefnunum sem skín í gegn í því sem hann tekur sér fyrir hendur !
Helga Mogensen - Úr eldhúsi Helgu Mogensen.
_ _ _

Hæ Tommi.
Vá hvað þetta er flott hjá þér ; ) Þú ert soddan Snillingur!!!

Solla - Solla rekur veitingastaðinn GLÓ.
_ _ _

Okkur hefur fundist frábært að vinna með Tómasi Jónssyni. Hann var mjög áhugasamur um verkefnið og fagmaður fram í fingurgóma.

Ari Þorsteinsson og María Gísladóttir - Nýhöfn, Nordic Bistro, Höfn.
_ _ _

Ógleymanleg gæði og þaulreynd þjónusta.

Gunnar Hákonarson - Kolaportinu
_ _ _

Sýningaskráin um Auði Laxnes á Gljúfrasteini er fallegur og eigulegur prentgripur. Tómas Jónsson sá um hönnun og uppsetningu hennar. Handverk hans ber merki um alúð og natni við smáatriði. Samstarfið var snurðulaust og sanngjarnt allt frá því hugmyndin um sýninguna tók að mótast þar til sýningarskráin var prentuð.

Guðný Dóra Gestsdóttir - Forstöðumaður Gljúfrasteins.
_ _ _

Tómas Jónsson hefur verið auglýsingahönnuður Kramhússins í þau 30 ár sem það hefur verið starfandi. Strax í upphafi vöktu auglýsingar hans athygli fyrir frumleika, kraft og húmor ... og er svo enn. Hann hefur skýran persónulegan stíl sem nær að fanga hugmyndafræði Kramhússins sem er Orka-Kraftur-Flæði. Lógó Kramhússins hannaði Tómas strax í upphafi. Lógóið er mjög þekkt og er ég mjög stolt af því. Tómas sá um hönnun og umbrot bókarinnar Kramhúsið – Orkustöð í miðbænum; Saga Kramhússins í 30 ár. Bókin hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir listrænt útlit og hönnun.
Tómas er æviráðinn grafískur hönnuður Kramhússins, því allt sem hann vinnur fyrir okkur er grafískt vel upp byggt, litríkt, fangar athygli, sést og skilar árangri.

Hafdís Árnadóttir - Stofnandi og eigandi Kramhússins.
_ _ _

Tómas Jónsson, grafískur hönnuður, hefur unnið að auglýsingamálum fyrir ORMSSON ehf. frá 2004 til loka september 2014. Fyrst sem starfsmaður á sjálfstæðri auglýsingastofu og síðar varð hann eini hönnuður allra auglýsinga fyrirtækisins árið 2006. Árið 2012 varð grafísk hönnun og auglýsingagerð fyrir Samsung Setrið einnig í hans verkahring.
Tómas vann allar dagblaða- og tímaritsauglýsingar félagsins, öll bréfsefni og reikningseyðublöð og bæklinga auk nafnspjalda o.fl. Hann gerði skjámyndaauglýsingar fyrir sjónvarp, sá um allar innanhúss merkingar ásamt fjölmörgu öðru í starfsemi fyrirtækisins. Hann kom að textagerð og hönnun heimasíðu. Var í samskiptum við endurseljendur úti á landi og gerði auglýsingar og efni fyrir þá m.m. Störf hans dekkuðu nær allar þarfir fyrirtækis eins og okkar á þessu sviði t.d. útboð og verksamninga við prentaðila.
Tómas hefur reynst fyrirtækinu einstaklega vel og sinnt öllum sínum verkum af trúmennsku og vandvirkni. Meðmælendur hans til okkar á sínum tíma töldu hann líklega einn af 5 bestu hönnuðum landsins. Þau meðmæli gætu þess vegna fullkomlega staðist enn þann dag í dag að okkar viti.
Okkur er ánægja að mæla með Tómasi til góðra verka á sínu sviði. Samstarfið við hann hefur verið einstakt og þökkum við honum fagmennsku, hæfni og vináttu.

Andrés B. Sigurðsson - Framkvæmdastjóri ORMSSON ehf.
_ _ _

Tómas Jónsson er hugmyndaríkur og vinnur eftir háum listrænum og faglegum staðli að mínu mati. Ég get mælt með þjónustu hans og tel að þau verk sem hann hefur unnið fyrir Byggðastofnun séu til vitnis um færni hans.

Sigurður Guðmundsson - fv. forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar
_ _ _

Tómas er afar góður í samstarfi, alltaf tilbúinn að hlusta á hugmyndir annara, vinna úr þeim og bæta þær. Hann hefur næmt auga fyrir góðri uppsetningu og frumkvæði í starfi. Á annatíma Þjóðleikhússins reyndi oft á skjót viðbrögð og eftirfylgju, Tómas brást vel við þessu álagi og var gott á hann að treysta.

Sigríður Guðmunddóttir - fv. leikhúsritari Þjóðleikhússins.

Back to Top