FALLEG og FAGLEG markaðssetning á vöru og þjónustu er einn lykillinn að velgengni fyrirtækja. Vönduð grafísk hönnun skapar jákvæða ímynd fyrirtækja út á við og ef sú ímynd vekur áhuga og traust á markaðinum opnast gáttir fyrir samskipti við almenning - gatan er oftast greið að farsæld.
Í fimm ár var ég nemandi í virtum enskum myndlistarskóla, sem í dag er sameinaður De Montfort University í Leicester, og lærði þar grafíska hönnun og ljósmyndun hjá góðum kennurum. Ég hef mjög víðtæka reynslu í faginu og hef m.a. unnið við grafíska hönnun á RÚV, á nokkrum auglýsingastofum t.d. Hvíta húsinu, hannað Iceland Review og fleiri tímarit - en lengst af hef ég starfað sjálfstætt og m.a. unnið fyrir Reykjavíkurborg, Byggðastofnun, Íslandsbanka, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Forlagið, Landnámssetrið, Gljúfrastein, Kramhúsið, Útivist og Ormsson - svo eitthvað sé nefnt.
Ég er alltaf á höttunum eftir spennandi verkefnum og góðum viðskiptavinum. Mér þætti vænt um að þú hefðir samband viljir þú fá metnaðarfulla grafíska hönnun og þjónustu sem er lausna- og árangursdrifin. Ég er svo lánsamur að finnast þetta hið eina fullkomna starf fyrir mína hæfileika, áhuga og metnað. Hér fyrir neðan eru nokkur ummæli sem höfð eru eftir viðskiptavinum mínum.
Sími: 862 4220 · Tölvupóstur: kvika@kvika2.is