BLÖÐ & BÆKUR #2
Á níunda áratugnum hannaði ég, (yfir)ritstýrði og gaf út blað sem bar nafnið UNG. Þetta var dásamlega skemmtilegt ævintýri. Ég var svo heppinn að fá til liðs við mig frábært hæfileikafólk, sem bókstaflega galdraði fram með mér þessa tilraun til að endurspegla tíðarandann og beina kastljósinu að ungu fólki. Ég er ævinlega þakklátur öllum þeim sem tóku þátt í að búa til UNG.